- +

Rjómaosta- og Nutellakrans

Innihald:
Kanilsnúðadeig (tilbúið í rúllu, má nota pizzadeig)
Nutella
Rjómaostur frá Gott í matinn

Aðferð:

Fletjið eða rúllið deigið út. Smyrjið með Nutella og hafið meira súkkulaði við jaðarinn ofanverðan svo fyllingin sé djúsí í miðju hvers snúðs. Smyrjið rjómaost sömuleiðis við jaðarinn ofanverðan. Rúllið vandlega upp og um fyllinguna og haldið svo áfram að rúlla deigið alla leið.

Myndið hring úr deiginu og leggið á plötu með bökunarpappír. Skerið eða klippið í deigið, ¾ hluta inn í hringinn. Lagið snúðana til eftir klippinguna og snúið aðeins uppá þá svo þeir opni sig.

Stillið ofninn á hita skv. leiðbeiningum á deigumbúðunum. Bakið líklega í um tíu mínútur en sömuleiðis skv. leiðbeiningum, alls ekki of mikið svo snúðarnir séu mjúkir og góðir og endist betur.

Takið úr ofninum, látið aðeins kólna og skreytið að vild áður en borið fram.

Höfundur: Halla Bára og Gunnar