- +

Piparkökukúlur

Innihald:
225 g mjúkt smjör
2 dl sykur
7 dl fínvalsaðir hafrar
½ tsk. sjávarsalt
1 tsk. vanillusykur
2 tsk. kanill
2 tsk. kakó
1 tsk. engiferduft
½ tsk. negull
2 msk. vatn

Aðferð:

Þeytið saman smjör og sykur. Bætið restinni af hráefnunum saman við og hrærið vel saman. Mótið litlar kúlur úr deiginu og veltið upp úr skrautsykri eða kókosmjöli. Geymið í lokuðu íláti í kæli. 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir