Menu
Parmesan kex og ídýfa

Parmesan kex og ídýfa

Stökkt og gott ostakex sem passar vel með alls kyns ídýfum og Dalaostum.

Innihald

1 skammtar

Parmesankex

hveiti
rifinn parmesanostur
Maldon salt
Cayennepipar á hnífsoddi
egg
smjör
mjólk

Tómatídýfa

ólívuolía
rifin hvítlauksrif
niðursoðnir tómatar
salt og svartur pipar
mozzarellakúla
rifin basilíka

Fetamauk

hreinn fetaostur
fínt rifinn sítrónubörkur
ferskur sítrónusafi
hvítlauksrif, marið
ólívuolía

Peru-, engifer- og chilímauk

perur, afhýddar og skornar í litla bita
ferskur engifer, rifinn á rifjárni
rautt chilí, fræhreinsað og skorið í tvennt
laukur, fínt skorinn
ferkst kóríander, saxað
ristuð kóríanderfræ
epla- eða hvítvínsedik
púðursykur
sykur
salt og svartur pipar

Parmesankex

  • Hitið ofn í 200 gráður.
  • Hrærið saman þurrefnin og blandið þá eggi, smjöri og mjólk saman við.
  • Hnoðið, gott að gera í hrærivél.
  • Skiptið deiginu í litla bita og fletjið hvern bita út mjög þunnt á hveitistráðu borði.
  • Leggið á bökunarpappír.
  • Bakið í nokkrar mínútur þar til kexið fær á sig örlítið gullin blæ.
  • Berið fram með ídýfunum.
  • *Margbreytileg uppskrift að kexi sem gengur með svo ótal mörgu.
  • Hér má bæta í deigið kryddjurtum, öðrum osti, ristuðum fræjum eða cúmín-fræjum svo eitthvað sé nefnt.
  • Einnig má leika sér með stærðina.

Tómatídýfa

  • Klassísk ídýfa til að hafa með kexinu
  • Hitið olíuna í potti.
  • Mýkið hvítlaukinn en varlega svo hann brúnist ekki.
  • Hellið tómötunum saman við og hrærið, smakkið til með salti og pipar.
  • Setjið í eldfast mót og rífið mozzarellaostinn yfir.
  • Stingið í ofn eða þar til osturinn er bráðinn.
  • Stráið rifinni basilíku yfir áður en borið fram.

Fetamauk

  • Þessi hentar mjög vel með og flott að bera báðar ídýfurnar fram með kexinu.
  • Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið vel saman.
  • Berið fram með tómataídýfunni.

Peru-, engifer- og chilimauk

  • Til að fullkomna samsetninguna þá ætti ekki að sleppa þessu mauki
  • Setjið allt hráefnið saman í pott, hrærið og látið suðuna koma upp.
  • Lækkið hitann og látið maukið malla í 30 mínútur.
  • Fjarlægið chilíið úr blöndunni ef þið viljið áður en maukið er maukað betur með töfrasprota eða sett í matvinnsluvél. Ekki mauka það mikið að það verði sem barnamauk, leyfið grófleikanum að halda sér.
  • Smakkið til með salti og pipar.
  • *Maukið er gott með kjúklingi og á samlokur svo dæmi sé tekið.
  • **Þetta mauk fer einstaklega vel með bræddum ostum.
  • Eina sem þarf að gera er að vefja hvítmygluost með hráskinku og stinga aðeins í heitan ofn eða þar til osturinn er heitur og mjúkur að innan.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir