- +

Ostastangir

Innihald:
Maldon saltflögur eftir smekk
200 g hveiti
½ tsk. salt
2 tsk. sterkt sinnep
150 g kalt smjör í litlum bitum
100 g rifinn mozzarella ostur frá Gott í matinn
75 g rifinn piparostur
50 g rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
2 eggjarauður
1 eggjahvíta, léttþeyttAðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur. Setjið hveiti í skál ásamt salti, sinnepi og kældu smjöri í bitum. Myljið smjörið saman við hveitið þar til það líkist brauðmylsnu. Blandið rifnum osti saman við ásamt eggjarauðum og hnoðið saman. Fletjið deigið út á hveitistráðri borðplötu þar til það er um ½ cm þykkt. Skerið það í 2 cm breiða renninga og skerið þá síðan í 10–15 cm lengjur. Raðið ostastöngunum á bökunarplöturnar og penslið yfirborðið með þeyttu eggjahvítunni. Stráið um 50 g af rifnum osti yfir ásamt saltflögunum. Bakið stangirnar í miðjum ofni þar til þær verða fallega gylltar á lit en það ætti að taka um 12–15 mínútur.
 

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir