- +

Ostakökutrufflur

Innihald:
100 g Siríus súkkulaðidropar
125 g Hreinn rjómaostur frá Gott í matinn (1 box)
13 stk. ískex
2 msk. hindberjasulta
Sjávarsalt á hnífsoddi
Súkkulaðidropar til að hjúpa
Gróft kókosmjöl til að hjúpa eða skreyta
Frostþurrkuð eða þurrkuð ber til að skreyta
Saxaðar hnetur að eigin vali til að skreyta

Aðferð:
  1. Bræðið 100 g af súkkulaði.
  2. Myljið ískexið í matvinnsluvél eða í blandara þar til það verður að fíngerðri mylsnu.
  3. Hrærið saman í hrærivél eða í matvinnsluvél rjómaosti og bræddu súkkulaði. Bætið kexmulningnum saman við, sultunni og saltinu. Hrærið. Geymið í kæli í a.m.k. 4 tíma.
  4. Mótið kúlur úr deiginu, stærð fer eftir smekk. Dýfið þeim í brætt súkkulaði eða veltið þeim upp úr kókosmjöli. Skreytið að vild með hnetum, kókos eða berjum.
  5. Geymið í kæli.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir