- +

Ostaformkaka með ólífum og þurrkuðum tómötum

Ostaformkaka
30 g smjör, brætt, til að smyrja formin
250 g hveiti
150 g rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
50 g furuhnetur
250 ml matreiðslurjómi frá Gott í matinn
1 egg, léttþeytt
60 g svartar steinlausar ólífur, grófsaxaðar
50 g þurrkaðir tómatar,grófsaxaðir
50 g rifinn pizzaostur frá Gott í matinn

Aðferð:


Hitið ofninn í 200°C. Smyrjið tvö jólakökumót að innan með bræddu smjöri. Klippið út smjörpappír sem passar í botninn á mótunum og leggið hann í bæði mótin. Blandið saman hveiti, rifna ostinum og furuhnetum. Hrærið matreiðslurjómann saman við ásamt eggi, ólífum og tómötum. Hrærið lauslega saman þar til ekki sést í þurrt hveiti. Skiptið deiginu jafnt í mótin og stráið 50 g af rifnum osti yfir. Bakið kökurnar í 45 mínútur eða þar til þær eru bakaðar í gegn. Látið þær kólna aðeins í forminu. Hækkið hitastigið á bakaraofninum í 250°C. Skerið kökurnar í 0,5 cm þykkar sneiðar. Raðið þeim á smjörpappírsklædda bökunarplötu, leggið aðra smjörpappírsörk yfir kökurnar og bakið þær áfram í 10–15 mínútur, eða þar til þær verða stökkar og gylltar á lit.
 

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir