Menu
Lagkaka í jólabúningi

Lagkaka í jólabúningi

Lagkökur eru svo sannarlega hluti af jólaundirbúningum og yndislegt að geta boðið upp á þannig köku í jólaboðum. Það er vel hægt að leika sér með lögun og bragð þó hið hefðbundna útlit standi alltaf fyrir sínu.

Innihald

1 skammtar
smjör
sykur
egg
hveiti
kanill
matarsódi
kakó
negull
vanilludropar
Kókómjólk

Smjörkrem:

flórsykur
smjör
egg
vanilludropar
rjómi frá Gott í matinn (2-3 msk.)
Kókosbollur - koma vel út með kreminu

Bingókúlusósa:

poki Bingókúlur
súkkulaði
rjómi frá Gott í matinn

Lagkaka

  • Þeytið smjör og sykur mjög vel saman. Bætið eggjunum saman við, einu og einu.
  • Blandið hveiti, kanil, matarsóda, kakó og negul saman við ásamt kókómjólk og vanilludropum.
  • Smyrjið deiginu á fjórar bökunarplötur, klæddar bökunarpappír. Gott er að vigta deigið sem fer á hverja plötu svo það sé jafnt á öllum plötunum.
  • Bakið við 175° C í um 15-18 mínútur. Það þarf að passa að kökurnar bakist ekki of mikið.

Smjörkrem

  • Blandið öllum hráefnum saman í hrærivélaskál og þeytið vel saman.
  • Ef ætlunin er að gera hefðbundna lagköku er smjörkremið sett á milli botnanna. Kakan er þá kæld og síðan skorin niður.
  • Til að gera kökuna í laginu eins og jólatré þá er smjörkreminu smurt á milli tveggja botna. Kakan þá kæld og síðan skorin niður í þríhyrninga. Hver þríhyrningur er skreyttur með smjörkremi sem litað er með grænum matarlit. Jólatrén eru skreytt með kökuskrautsperlum.
  • Til að búa til lagköku með bingókúlusósu er smjörkreminu smurt á milli tveggja botna. Kakan kæld og síðan skorin í ferninga (gott að mæla með málbandi þegar kakan er skorin til að kökurnar verði jafn stórar). Bingókúlusósunni er hellt yfir hvern ferning og t.d. nammi sett ofan á hverja köku til að skreyta.

Bingókúlusósa

  • Setjið allt í skál yfir vatnsbaði. Hitið þar til allt hefur bráðnað.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir