- +

Kókoskúlur

Innihald:
200 g smjör frá MS við stofuhita
1 dl sykur
1 dl púðursykur
2 tsk. vanilludropar
4 msk. bökunarkakó
6 dl haframjöl
3 msk. kælt kaffi (má sleppa en gott að setja þá 3 msk. af vatni til að blandan verði ekki of þurr)

Aðferð:

1. Setjið allt saman í skál og hnoðið saman með höndunum eða með K-inu.

2. Kælið stutta stund (um 30 mínútur) og mótið litlar kúlur (óþolinmóðir mega sleppa þessu skrefi og þá verður ferlið bara aðeins „klístraðara“ en alveg í lagi samt.

3. Veltið kúlunum upp úr kókosmjöli og kælið aftur í að minnsta  kosti klukkustund.

4. Best er síðan að eiga kúlurnar í frysti/kæli og taka nokkrar út í einu.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir