Menu
Kanilkökur með pekahnetum og súkkulaði

Kanilkökur með pekahnetum og súkkulaði

Það er alltaf gaman að prófa nýjar smákökuuppskriftir og ef þú hefur ekki smakkað þessar kökur er upplagt að prófa.

Uppskriftin dugar í um 40 stk. en við getum ekki lofað að þær endist mjög lengi.

Innihald

1 skammtar
smjör við stofuhita
dökkur púðursykur
sykur
egg
vanilludropar
kornax hveiti
matarsódi
kanill
múskat
maldon salt
hafrar
pekanhentur, grófsaxaðar
hvítir súkkulaðirdropar frá Nóa siríus
dökkt súkkulaði frá Nóa siríus

Toppur

dökkt súkkulaði frá Nóa siríus
pekanhnetur, saxaðar smátt

Skref1

  • Hitið ofninn í 180° C og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur.
  • Hrærið smjör, púðursykur og sykur vel saman. Skafið hliðarnar á skálinni og bætið eggi saman við ásamt vanilludropum.
  • Setjið hveiti, matarsóda, kanil, múskat og salt saman í skál og hrærið. Blandið hveitiblöndunni saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Blandið höfrum saman við og hrærið léttilega.
  • Grófsaxið dökkt súkkulaði og pekanhnetur og blandið saman við ásamt hvíta súkkulaðinu og hrærið varlega þar til allt hefur blandast vel saman.

Skref2

  • Setjið u.þ.b. 1 msk. eða 25 g í hverja köku og myndið kúlu. Raðið þeim með góðu millibili á bökunarplöturnar og bakið í 8-10 mínútur.
  • Kökurnar eru mjög linar þegar þær koma út úr ofninum en þær jafna sig þegar þær kólna. Kælið kökurnar í 10 mínútur áður en þið setjið toppinn ofan á.

Skref3

  • Að lokum er toppurinn fyrir smákökurnar útbúinn.
  • Bræðið dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg.
  • Slettið súkkulaðinu óreglulega yfir hverja kökur fyrir sig og saxið svo pekanhneturnar smátt niður og setjið ofan á hverja köku fyrir sig.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir