- +

Kanilís með nóakroppi og pralín súkkulaði með karamellu

Innihald
6 stk egg
6 msk sykur
150 g dökkur púðursykur
7 dl rjómi, þeyttur
200 g konsum-súkkulaði
fræ úr einni vanillustöng (má sleppa)
1 tsk vanilludropar
1 tsk kanill

Toppur
1 poki nóa kropp
100 g síríus pralín með karamellu, brætt

Aðferð:

1. Þeytið eggj­ar­auður og syk­ur sam­an þar til bland­an verður ljós og létt. Blandið púður­sykri var­lega saman við með sleif. Þeytið rjómann og blandið hon­um sam­an við með sleif og hrærið þar til allt hef­ur bland­ast vel sam­an.

2. Grófsaxið 100 g súkkulaði og blandið sam­an við ís­blönd­una. Blandið því næst fræj­um úr einni vanillu­stöng, vanillu­drop­um og kanil sam­an við. Þeir sem vilja geta síðan þeytt eggja­hvít­urn­ar þar til þær verða stíf­ar og blandað þeim sam­an við ís­inn svo það verði meira úr hon­um eða geymt þær til annarra nota.

3. Hellið ís­blönd­unni í hring­laga smellu­form, bræðið hin 100 g af súkkulaðinu, hellið yfir ís­inn og létt­hrærið í form­inu. Frystið ís­inn í lág­mark 5 klst.

Þegar ís­inn er tek­inn út er gott að láta hann standa aðeins við stofu­hita svo auðvelt sé að ná ís­kök­unni úr form­inu. Takið beitt­an hníf og skerið und­ir botn­inn á ísnum og færið yfir á kökudisk.

 

Skreytið ís­inn með Nóa kroppi og bræðið síríus pralín með karamellu ásamt rjóm­an­um og hellið yfir. Ísinn geym ist vel í rúma 3 mánuði í frysti.
 

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir