
Jólalegar samlokur
Innihald:
2 stk. brauðtertubrauð
Smurostur með beikoni
Smurostur með skinkumyrju
Majónes
Bergbys sinnep
Skinka
Hunangsskinka
Samlokuostur í sneiðum
Kál
Pestó
Mexíkóostur
Brauðtertubrauðin eru skorin í tvennt
Brauðlag 1:
Smurostur með beikoni
Kál
Bergbys sinnep
Skinka
Brauðlag 2:
Majónes smurt undir brauðið
Smurostur skinkumyrja
Rautt pestó
Hunangsskinka
Ostasneiðar
Rifinn mexíkóostur
Bergbys sinnep
Brauðlag 3:
Majónesi er smurt undir efsta brauðlagið.
Samlokurnar eru skreyttar með skinku og osti. Skinkan er skorin í renninga með pítsuskera. Renningarnir eru lagðir yfir brauðteningana í kross. Osturinn er skorinn út með plastmótum og hann settur á miðjuna á samlokunum. Kemur vel út að pressa samlokurnar með þungum hlut (passa að setja bökunarpappír undir) áður en þær eru skreyttar.
Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir