- +

Jarðarberja-jólamús

Innihald
400 g frosin jarðarber
3 dl rjómi
¾ dl flórsykur
1½ tsk vanillusykur

Skraut
litlir sykurpúðar eða rifið hvítt súkkulaði, eftir smekk

Aðferð:

1. Látið jarðarberin þiðna í sigti.

2. Þeytið saman rjóma, flórsykur og vanillusykur. Setjið í frysti í 20 mínútur.

3. Stappið jarðarberin og blandið saman við rjómann. Setjið í glös og skreytið með sykurpúðum eða rifnu hvítu súkkulaði.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir