- +

Ísterta með marengs og heitri hindberjasósu

Marengsbotn:
3 eggjahvítur
2 dl sykur
1½ dl hakkaðar möndlur

Ís:
3 eggjarauður
1 dl púðursykur
200 g Daim kurl eða sama magn af söxuðu Toblerone
1 dl volgt kaffi
3 dl rjómi frá Gott í matinn

Hindberjasósa:
5 dl frosin hindber
4 tsk. vanilludropar
1 dl sykur

Aðferð:

Stillið ofninn á 150°. Klæðið með bökunarpappír botn á lausbotna hringlaga 24 cm bökunarformi.

Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við, smátt og smátt. Bætið möndlum varlega út í með sleif. Setjið marengsinn í formið og bakið í um 50-60 mínútur. Látið svo marengsbotninn kólna.

Þeytið eggjarauður og púðursykur létt og ljóst.

Blandið Daim/Toblerone saman við volgt kaffið og leggið til hliðar.

Þeytið rjómann og blandið svo eggjahrærunni og súkkulaðikaffinu varlega saman við. Hellið yfir marengsbotninn og sléttið úr. Setjið í frysti í a.m.k. 4 tíma eða eins lengi og vill.

Best er að taka ískökuna úr frysti 30 mínútum áður en hún er borin fram. Þá er gott að nota tímann og útbúa hindberjasósuna.

Setjið öll hráefnin sem eiga að fara í sósuna í pott. Látið suðuna koma upp. Hrærið og látið malla í um 4 mínútur.

Látið ístertuna á disk og berið fram með hindberjasósunni.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir