- +

Hvít lakkrís-súkkulaðimús með frosnum hindberjum

Innihald
100 g hvítt súkkulaði, í bitum
4 dl rjómi
1½ tsk. lakkrísduft (1,5-2 tsk.), t.d. turkish pepper, smakkið til
5 dl frosin hindber
3 msk. flórsykur
2½ msk. berjasafi að eigin vali
8 stk. piparkökur, eða þar um bil

Aðferð:

1. Sjóðið upp 1 ½ dl rjóma. Hellið honum yfir súkkulaðið. Hrærið þar til allt súkkulaðið er bráðnað. Geymið í kæli í a.m.k. 5 tíma eða yfir nótt.

2. Hrærið saman restina af rjómanum og súkkulaðiblönduna. Passið að ofþeyta ekki. Blandið lakkrísdufti saman við.

3. Setjið hindberin í plastpoka og berjið með sleif eða kökukefli. Hellið þeim í skál og blandið flórsykri og berjasafa saman við. Látið standa í 5 mínútur.

4. Skiptið rjómablöndunni í glös og myljið  1-2 piparkökur yfir. Setjið síðan berin þar ofan á  og berið fram með meiri heilum piparkökum.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir