- +

Hunangsristaðar rósmarín kartöflur

Innihald:
500 g kartöflur
2 msk ferskt saxað rósmarín
50 g smjör
1 msk ólífuolía
3 msk hunang
Sjávarsalt og nýmalaður pipar

Aðferð:

1. Skerið kartöflurnar í teninga.
2. Bræðið smjörið á pönnu ásamt olíunni og steikið kartöfluteningana upp úr smjörinu þar til gylltir.
3. Bætið rósmarín á pönnuna og steikið aðeins áfram. Setjið lok á pönnuna og leyfið kartöflunum að eldast undir lokinu.
4. Þegar teningarnir eru næstum mjúkir í gegn, takið þá lokið af pönnunni, hækkið hitann og bætið hunanginu saman við. Steikið í 1-2 mínútur.
5. Smakkið til með salt og pipar og berið fram. 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir