- +

Hreindýrabollakökur – jólalegar bollakökur

Bollakökur:
Betty Crocker Devils Food Cake Mix
Royal súkkulaðibúðingur
170 ml matarolía
1 dós Sýrður rjómi frá Gott í matinn (180 g)
90 ml Nýmjólk
4 stk. egg
1 tsk. vanilludropar
250 g suðusúkkulaðidropar

Súkkulaðikrem:
50 g suðusúkkulaði
100 g smjör frá MS (við stofuhita)
200 g flórsykur
1 tsk. vanilludropar
3 msk. bökunarkakó
2 msk. Nýmjólk (2-4 msk.)

Skraut:
Saltkringlur
Litlar piparkökukúlur
Wilton nammiaugu (fást í Allt í köku)
Rauðar og brúnar stórar sykurperlur (fást í Allt í köku)
Límt saman með bræddu súkkulaði

Aðferð:

Bollakökur:

1. Setjið allt nema súkkulaðidropana í skál, hrærið þar til slétt og fínt.

2. Hrærið súkkulaðidropana saman við með sleif.

3. Skiptið á milli bollakökuformanna og bakið við 160°C í um 20 mínútur.

 

Súkkulaðikrem:

1. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og leyfið því að standa á meðan þið þeytið rest saman svo súkkulaðið sé ekki of heitt þegar það er sett út í.

2. Þeytið smjör þar til létt og ljóst.

3. Bætið flórsykri og bökunarkakó smátt og smátt saman við og skafið niður á milli.

4. Bætið vanilludropunum við að lokum og hrærið því næst bræddu súkkulaðinu varlega saman við með sleif.

5. Bætið nokkrum msk. af mjólk saman við eftir þörfum svo auðvelt sé að smyrja kreminu á.

6. Skrautið er síðan límt á með bræddu súkkulaði

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir