Menu
Hnetusmjörskökur með súkkulaði og saltkringlum

Hnetusmjörskökur með súkkulaði og saltkringlum

Virkilega góðar og öðruvísi súkkulaðikökur sem bragðast best með ískaldri mjólk. Uppskriftin gerir um 20 stk.

Innihald

1 skammtar
hveiti
matarsódi
maldon salt
smjör, brætt og kælt
hnetusmjör
púðursykur
sykur
egg
eggjarauða
vanilludropar
saltkringlur hakkaðar
súkkulaðidropar eða saxað súkkulaði

Skref1

  • Hitið ofninn í 180 gráður.
  • Setjið hveiti, salt og matarsóda saman í skál og setjið til hliðar.
  • Setjið brætt kælt smjör, hnetusmjör, púðursykur og sykur saman í skál og hrærið vel saman.
  • Bætið eggi og eggjarauðu saman við ásamt vanilludropum og hrærið.
  • Bætið hveitiblöndunni saman við smátt og smátt í einu og hrærið.

Skref2

  • Hakkið saltkringlurnar gróflega annað hvort í matvinnsluvél eða berjið þær gróflega í poka, passið að hakka þær ekki of mikið.
  • Saxið súkkulaðið gróflega niður eða finnið til súkkulaðidropana og bætið þeim saman við ásamt saltkringlunum og hrærið þar til allt hefur náð að blandast saman.
  • Hér gæti þurft að nota hendurnar til þess að allt festist vel saman.

Skref3

  • Myndið litla bolta úr deiginu og raðið þeim með jöfnu millibili á bökunarplötu með smjörpappír og bakið í 8-10 mínútur.
  • Kælið kökurnar aðeins áður en þið takið þær af plötunni.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir