- +

Heitt, spennandi og öðruvísi kakó

Innihald
1 l mjólk
100 g suðusúkkulaði
eða
1 l mjólk
5 tsk kakóduft
3 msk sykur
nokkrir vanilludropar

Meðlæti
þeyttur rjómi

Aðferð:

Mjólkin er hituð að suðu, tekin af hitanum og súkkulaðið látið bráðna í mjólkinni.

Ef þú notar kakó og sykur þá er því hrært saman með smá af mjólkinni og svo hrært út í þegar mjólkin er orðin heit. Smakkið til með vanillu.

 

Svo er bara að velja og prufa!

Heitt kakó með skeið af þínum uppáhaldsís…

Já, hvaða ís er í mestu uppáhaldi hjá þér?

Heitt kakó með skeið af hnetusmjöri...

Bættu við hnetusmjöri eftir smekk í bollann þinn.

Heitt kakó með skeið af sírópi…

Skeið af sírópi gerir undraverk og mun koma þér á óvart!

Heitt kakó með kókósmjólk ..

Notaðu smá kókósmjólk á móti aðeins meira magni af mjólkinni. Það er gott að prufa sig áfram með ný brögð og betra að byrja smátt og svo bæta við…

Heitt kakó með nokkrum sykurpúðum…

Sykurpúðar klikka aldrei út í heitt kakó!

Heitt kakó með rifnum appelsínuberki…

Rífðu hýðið af hálfri appelsínu og hrærðu saman við kakóið. Smakkast eins og dásamlegur konfektmoli!

Heitt kakó með chili!

Elskar þú chili? Notaðu annað hvort smátt saxaðan rauðan chili, þurrkaðar chiliflögur eða skvettu af Tabasco í kakóið!

 

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal