- +

Hafraklattasamlokur

Innihald
170 g hveiti
½ tsk lyftiduft
150 g hafrar
80 ml olía
50 g smjör, bráðið og kælt
2 stk egg
150 g púðursykur
50 g sykur
1 tsk vanilludropar
½ tsk kanill
100 g súkkulaðidropar

Krem innihald
250 g flórsykur
225 g smjör við stofuhita
3 msk rjómi (2-3 msk)
50 g bráðið súkkulaði

Aðferð

Setjið hveiti, lyftiduft, kanil og hafra saman í skál, hrærið og setjið til hliðar. Setjið olíu, bráðið kælt smjör, egg, púðursykur, sykur og vanillu saman í skál og hrærið þar til blandan þykknar vel og allt hefur blandast vel saman. Bætið hveitiblöndunni saman við og hrærið saman með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið súkkulaðidropana saman við og hrærið saman við. Setjið eina matskeið af deigi í hverja köku og setjið á bökunarplötu með smjörpappír og bakið í 8-10 mínútur. Kökurnar eru mjög linar þegar þær eru teknar út en mikilvægt er að leyfa þeim að standa í 10-15 mínútur á bökunarplötunni áður en þið takið þær af. Þegar kökurnar eru búnar að kólna alveg setjið þá tvær kökur saman með kremi á milli svo þær myndi samloku.

Krem aðferð:

Hrærið smjörið þar til það verður ljóst og létt, blandið flórsykrinum saman við smátt og smátt í einu og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Bætið mjólkinni/rjómanum saman við ásamt vanilludropunum og hrærið. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið því saman við kremið og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið kremið á milli tveggja kaka svo úr því verði samloka.

Höfundur: Thelma Þorbergdsdóttir