Menu
Gljáður hamborgarhryggur með maltsósu og ananas

Gljáður hamborgarhryggur með maltsósu og ananas

Einföld aðferð að hamborgarhryggnum sem er ómissandi á mörgum heimilum um jólin. Tilvalið meðlæti með hryggnum eru sykurbrúnaðar kartöflur og steikt grænmeti, eða Waldorf salat og kartöflugratín.

Innihald

5 skammtar

Hryggur

hamborgarhryggur
smjör
púðursykur
sinnep
ananas úr dós

Sósa

vatn
kjötkraftur
sterkt sinnep
malt
púðursykur
maizena (til þykkingar)
smá sósulitur
rjómi frá Gott í matinn
hvítvínsedik

Tillaga að meðlæti

sykurbrúnaðar kartöflur
kartöflugratín
steikt grænmeti að eigin vali
waldorf salat

Hamborgarhryggur

  • Hrygg­ur­inn er soðinn ró­lega í ca. 60 mín­út­ur, gott er að nota kjöthita­mæli og sjóða hrygg­inn í 65°C í kjarna.
  • Færið hrygginn í ofnskúffu eða eldfast mót.
  • Bræðið síðan saman á pönnu smjör, púðursykur og sinnep, þá er safa af ananas hellt á pönnuna og látið sjóða í 2 mínútur.
  • Setjið gljá­ann og an­an­ashring­i á hrygg­inn og bakið við 180°C í 20 mínútur þar til hann hefur náð 72°C í kjarna.
  • Nokkrum sinnum er gljái tekinn upp úr fatinu með skeið og hellt yfir hrygginn meðan á bakstri stendur yfir.

Maltsósa

  • Vatn, sinnep, kjötkraftur, malt og púðursykur er sett í pott og fengin er upp suða.
  • Þykkt með maizena, sem búið að blanda/hrista saman með smá vatni svo leysist upp.
  • Þá er rjóma bætt í og smakkað til með salti og pipar.
  • Hvítvínsediki bætt í sósuna að lokum.

Höfundur: Ungkokkar, Klúbbur matreiðslumeistara