- +

Bruschetta með reyktum laxi

Bruschetta
svartur pipar
4 franskbrauðssneiðar, ristaðar, eða snittubrauð
180 g sýrður rjómi með graslauk og lauk frá Gott í matinn
200 g reyktur lax, skorinn í þunnar sneiðar
1 msk. klipptur graslaukur eða saxaður vorlaukur
1 lítil krukka af svörtum loðnuhrognum
1 stk. fínrifinn börkur af sítrónu (eingöngu guli hlutinn) og safi úr ½ sítrónu

Aðferð:
Skerið hverja brauðsneið í sex bita eða snittubrauðið í sneiðar. Smyrjið brauðbitana með sýrða rjómanum og setjið laxinn ofan á. Stráið sítrónuberkinum og graslauknum yfir ásamt örlitlu af hrognum. Dreypið sítrónusafanum síðan yfir sneiðarnar og malið pipar yfir eftir smekk. Berið strax fram.
 

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir