- +

Bruschetta með gráðaosti og ferskum fíkjum

Bruschetta
svartur pipar
125 g rifinn gráðaostur
2 msk.hunang
4 franskbrauðssneiðar, ristaðar, eða snittubrauð
3 ferskar fíkjur

Aðferð
Hellið hunangi yfir gráðaostinn og stappið lauslega saman með gaffli. Skerið hverja brauðsneið í sex bita eða snittubrauðið í sneiðar. Smyrjið brauðbitana með ostinum. Skerið hverja fíkju í átta báta og setjið einn fíkjubát ofan á hvern brauðbita. Malið að lokum pipar yfir eftir smekk. Berið strax fram.
 

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir