- +

Brauðsnittur (bruschetta) með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum

Innihald
Snittubrauð
Mozzarella kúla
Rjómaostur með svörtum pipar
Tómatar
Sólþurrkaðir tómatar

Aðferð:

Skerið snittubrauð í sneiðar og bakið sneiðarnar við 180°C í nokkrar mínútur eða svo þær verði stökkar. Smyrjið sneiðarnar með rjómaostinum og setjið sneið af tómat þar ofan á. Því næst sneið af mozzarella og svo þar ofan á sneið af sólþurrkuðum tómat.

 


 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson