- +

Brauðsnittur (bruschetta) með parmaskinku og sveppostamauki

Innihald
snittubrauð
parmaskinka
ólífuolía
sveppaostamauk

Sveppaostamauk innihald
500 g blandaðir sveppir
200 g rauðlaukur
100 g vorlaukur
150 g villisveppaostur
4 msk ólífuolía
1 stk hvítlauksgeiri
2 msk söxuð steinselja
1 msk saxað timjan

Aðferð:
Skerið snittubrauð í sneiðar og bakið sneiðarnar við 180°C í nokkrar mínútur eða svo þær verði stökkar. Setjið nokkra dropa af ólífuolíu á hverja sneið. Setjið sneið af parmskinku á brauðið og því næst 1 tsk af sveppaostamauki skreytið með graslauk.

Sveppaostamauk aðferð:
Skerið sveppina niður ekki of smátt steikið á pönnu í 2 msk af ólífuolíunni, kælið. Skerið laukana í bita ásamt villisveppaostinum bætið saman við kælda sveppina, hrærið saman ólífuolíu, hvítlauk, steinselju og timjan og blandið saman við sveppablönduna.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson