- +

Bleikjupaté með rjómaosti

Paté
650 g bleikju eða laxaflök
100 g reykt bleykja eða lax
125 g rjómaostur með kryddblöndu
3 stk. eggjahvítur
1 tsk. salt
¼ tsk. pipar (1/4)
1 msk. sítrónusafi
3 dl kaldur rjómi

Aðferð:
Setjið fiskinn í matvinnsluvél og maukið, bætið í salti pipar og rjómaostinum. Bætið í eggjahvítum einni í einu og maukið á milli. Þynnið með rjómanum og að lokum bætið í sítrónusafa. Smyrjið formkökuform að innan og hyljið botninn með bökunarpappír.
Setjið farsið í formið og lokið með álpappír, bakið í vatnsbaði í ofni við
150°C í u.þ.b. 45 mínútur.

Berið fram með salati og sýrðum rjóma.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson