- +

Bernaise sósa

Innihald:
5 stk eggjarauður
250 g smjör
1 msk bernaise essence
2 tsk fáfnisgras, smátt saxað (2-3 tsk.)
salt og nýmalaður pipar

Aðferð:

Þeytið eggjarauður yfir vatnsbaði og bætið smjörinu smám saman við, þetta er svolítil handavinna en er vel þess virði. Ef skálin er of heit takið þið hana af vatnsbaðinu og kælið en haldið alltaf áfram að hræra. Það er mjög mikilvægt að skálin sé ekki of heit því annars eldast eggjarauðurnar.

Bragðbætið með bernaise essence, salti og pipar.

Saxið niður ferskt fáfnisgras og sáldrið yfir sósuna rétt í lokin. 

Höfundur: Eva Laufey Hermannsdóttir