- +

Baka með jógúrti og berjum

Botn
125 g mjúkt smjör
50 g sykurq
2 egg
150 g hveiti
1 tsk lyftiduft

Fylling
400 g bláber eða önnur ber
2 egg
100 g sykur
2 tsk vanillusykur
250 g grísk jógúrt
100 g sýrður rjómi 18%

Aðferð:

 

Botn aðferð:
Blandið öllu saman í hrærivél eða matvinnsluvél, kælið örlítið. Þrýstið  síðan blöndunni  í botninn á hringlaga formi eða eldföstu móti.

 

Fylling aðferð:
Þeytið saman egg,sykur og vanillusykur, Blandið saman við grískri jógúrt og sýrðum rjóma. Setjið berin í formið eða eldfastamótið og hellið blöndunni yfir. Bakið við 190°C í 30-40 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson