Menu
Jarðarberjaskyrkaka með ljúfum súkkulaðibotni

Jarðarberjaskyrkaka með ljúfum súkkulaðibotni

Skyrkökur standa alltaf fyrir sínu og þessi er sko engin undantekning. Það eru margir smeykir við uppskriftir sem innihalda matarlím en við skorum á ykkur að prófa því það er í raun lítið mál að meðhöndla það.

Innihald

12 skammtar

Botn innihald

súkkulaðikex
hafrakex
smjör
súkkulaði

Fylling innihald

rjómi frá Gott í matinn
flórsykur
KEA skyr jarðarber
hrein jógúrt frá Gott í matinn
vanilludropar
blöð matarlím
rjómi frá Gott í matinn

Skref1

  • Byrjið á botninum.
  • Bræðið saman smjör og súkkulaði.
  • Myljið niður kexið og blandið saman við súkkulaðiblönduna.
  • Þrýstið í botn á springformi.

Skref2

  • Leggið matarlím í bleyti.
  • Þeytið saman rjóma og flórsykur.
  • Hrærið rjómanum saman við vanilluskyr, hreina jógúrt og vanilludropa.
  • Takið matarlímið úr vatninu og hitið með 1 dl af rjómanum.
  • Blandið varlega saman við blönduna og setjið yfir kexbotninn.
  • Kælið í minnst 3 tíma áður en er borið fram.
  • Berið fram með ferskum jarðarberjum eða jarðarberjasultu.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson