Menu
Indversk hrísgrjón með kardimommum

Indversk hrísgrjón með kardimommum

Virkilega einföld og góð uppskrift að meðlæti.

Innihald

4 skammtar

Krydd hrísgrjón

svolítið salt
fersk kóríanderlauf
basmati-hrísgrjón
smjör frá MS
kanilstöng
heilir negulnaglar
kardimommubelgir, létt kramdir eða annað indverskt krydd
anísfræ eða 1 tsk. fennelfræ
krukka Dalafeta

Skref1

  • Setjið hrísgrjónin í sigti og skolið með köldu vatni.
  • Látið vatnið renna af þeim.

Skref2

  • Bræðið smjör í þykkbotna potti og ristið kryddið í smjörinu.

Skref3

  • Bætið grjónunum út í og þekið þau vel með smjörinu.
  • Hellið 275 ml af köldu vatni yfir, setjið lokið þétt yfir pottinn, hitið að suðu við meðalhita og látið malla í 10 mín.
  • Ef lokið er ekki þétt er hægt að þétta það með því að leggja álpappír utan um pottbrúnina.

Skref4

  • Takið pottinn af hitanum og látið grjónin standa áfram í lokuðum pottinum í 5 mínútur.

Skref5

  • Hrærið upp í grjónunum með gaffli.
  • Setjið fetaostinn út í og klippið ferskt kóríander yfir.
  • Berið strax fram.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir