Menu
Hráskinka með soðnum perum og rjómaostatoppi

Hráskinka með soðnum perum og rjómaostatoppi

Léttur forréttur og góður réttur á ítalskt smáréttaborð. Sætar perurnar eru sniðnar fyrir salta hráskinkuna og osturinn mýkir bragðið.

Innihald

4 skammtar
Vatn
Þurrt hvítvín
Flórsykur
Perur, meðalstórar, afhýddar, kjarnhreinsaðar og skornar í sneiðar

Hráskinkusneiðar (3-4 sneiðar á mann), stórar sneiðar, ef rétturinn er forréttur
Mjúkur rjómaostur frá Gott í matinn, 1 msk á mann

Skref1

  • Setjið vatn, vín og sykur í pott og komið upp suðu.

Skref2

  • Látið perur í vökvann og sjóðið í 15 mínútur.
  • Takið upp úr vökvanum þegar þær eru mjúkar.

Skref3

  • Raðið perum og hráskinkusneiðum á disk eða fat og setjið ostinn í miðjuna.
  • Einnig er gott að setja klettasalat undir allt saman og gera réttinn matarmeiri.
  • Yfir það má dreypa ólífuolíu og sítrónusafa.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir