Menu
Hindberjapönnukökur með hindberjasósu, grískri jógúrt og karamellusósu

Hindberjapönnukökur með hindberjasósu, grískri jógúrt og karamellusósu

Það góða við þennan rétt, fyrir utan náttúrulega hvað hann er dásamlegur á bragðið, er að það er hægt að útbúa hann fyrr um daginn ef þannig stendur á. Best er að byrja á hindberjasósunni.

Innihald

8 skammtar

Pönnukökur

hveiti
sykur
mjólk
kókosmjöl
stór egg
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
nokkrir dropar af rauðum matarlit
hindberjasósa (sjá uppskrift að neðan)
nokkur frosin eða fersk hindber, til skrauts
flórsykur, til skrauts
grísk jógúrt frá Gott í matinn

Hindberjasósa

frosin hindber
sykur

Karamellusósa

matreiðslurjómi frá Gott í matinn
smjör
púðursykur
sjávarsalt af hnífsoddi

Hindberjasósa

  • Sjóðið saman sykur og frosin hindber í potti.
  • Látið suðuna koma upp á lágum hita og hækkið hitann síðan og látið sósuna malla í fimm mínútur eða svo.
  • Sigtið sósuna og setjið til hliðar.

Pönnukökur

  • Pönnukökudeigið er gert á hefðbundinn hátt.
  • Setjið þurrefnin saman í skál.
  • Pískið vökva saman og blandið þurrefnunum saman við smátt og smátt.
  • Best er að geyma deigið í 30 mínútur eða lengur.
  • Pönnukökurnar eru síðan steiktar á pönnukökupönnu og látið rjúka úr þeim á grind áður en þeim er staflað.

Karamellusósa

  • Karamellusósan er afar einföld en jafnframt sérlega ljúffeng, t.d. með ís eða sem krem yfir köku.
  • Setjið öll hráefnin í lítinn pott og látið þau bráðna saman við lágan hita til að byrja með.
  • Þegar allt er bráðnað má hækka hitann aðeins og leyfa sósunni að bullsjóða í 8 mínútur, en þá er hún tilbúin.

Samsetning

  • Byrjið á að maka hindberjasósu á helming hverrar pönnuköku og setjið væna slettu af grískri jógúrt á ¼ part.
  • Ein stór dós af grískri jógúrt dugar á átta pönnukökur og gott er að hræra aðeins upp í henni áður en hún er sett á pönnsurnar.
  • Leggið síðan pönnukökurnar saman, fyrst til helminga og síðan aftur til helminga, svo úr verður einn fjórði.
  • Raðið pönnukökunum á diska, dreifið flórsykri og hindberjum yfir.
  • Að lokum er rétturinn fullkomnaður með volgri karamellusósunni.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir