Menu
Heitur brauðréttur með grænmeti og ostasósu

Heitur brauðréttur með grænmeti og ostasósu

Matarmikill heitur réttur sem erfitt er að standast þá freistingu að prófa, smakka, njóta. Hentar við ótal tilefni en okkur þykir hann góður sem hluti af hádegisverði um helgar.

Nóg af grænmeti og nóg af ostum og hver getur neitað þeirri blöndu? Þessi samsetning er smá sótt í upphaf brauðréttanna hérna um árið og verður meiri matur í kjölfarið. Hugmyndin sem þessi uppskrift byggir á er frá Jamie Oliver og er ættuð frá Frakklandi og norður Ítalíu sem eiga margt sameiginlegt þegar kemur að góðum mat.

Berið réttinn fram heitan. Sem aðalrétt eða hluta af fleiri réttum. Hann þarf ekkert með sér nema góðan drykk. Uppskrift fyrir sex ef um heila máltíð er að ræða. Mun fleiri ef rétturinn er á hlaðborði.

Innihald

6 skammtar
laukur, smátt saxaður
kúrbítur, fínt skorinn
dós heill aspas. 3/4 skorinn í bita
grænar baunir, frosnar
ólífuolía
hvítvín
egg
brauðsneiðar súrdeigsbrauð eða hvítt ítalskt brauð. Rifið niður.

Ostasósa:

smjör
hveiti
safi af aspasnum
mjólk
múskat
Óðals Ísbúi eða Óðals Gouda, rifinn
Óðals Tindur eða Óðals Búri, rifinn
Parmesan

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Mýkið lauk, kúrbít, aspas í bitum og baunir í góðri ólífuolíu á pönnu í um 10 mínútur.
  • Hellið hvítvíni yfir og látið það gufa upp og svo malla í aðrar 10 mínútur.

Skref2

  • Meðan blandan mallar er best að gera sósuna.
  • Bræðið smjör í potti.
  • Stráið hveiti yfir og hrærið vel með pískara, látið malla örstutta stund þar til smjörið brúnast aðeins.
  • Hellið aspassafanum í pottinn og hrærið vel, blandan þykkist ótrúlega fljótt.
  • Hellið þá mjólk í nokkrum hlutum í sósuna og hrærið vel í á milli þannig að blandan verði mjúk og kekkjalaus í hvert sinn.
  • Kryddið með múskati.

Skref3

  • Hrærið rifinn ost saman við og látið bráðna.
  • Athugið að það má nota hvaða ost sem er í sósuna, allir Óðalsostar eru góðir í hana.

Skref4

  • Hellið helmingi sósunnar yfir grænmetisblönduna á pönnuna og blandið vel en varlega.
  • Aðskiljið eggin, hvítur frá rauðum.
  • Hrærið rauðurnar saman við grænmetisblönduna.
  • Stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið þær saman við blönduna.
  • Þarna gildir að gera hlutina rólega.

Skref5

  • Nú er að velja form til að setja réttinn í. Það getur verið eitt stórt eða nokkur lítil.
  • Smyrjið formið að innan með smjöri.
  • Setjið rifna brauðið fyrst í formið.
  • Þá grænmetisostablönduna yfir og látið hana leka vel í brauðið.
  • Leggið aspasinn sem eftir er yfir blönduna.
  • Að lokum má strá rifnum parmesanosti eða öðrum rifnum osti yfir réttinn án þess að það þurfi.

Skref6

  • Bakið í ofni.
  • Bökunartíminn fer algjörlega eftir stærð mótsins sem rétturinn er settur í. Ef eitt stórt form er notað er líklegt að það þurfti að baka hann í allt að 30-40 mínútur. Lítil mót þurfa um 15 mínútur.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir