- +

Veisluhafragrautur með grískri jógúrt, steiktum perum og sælgætis-graskersfræjum

innihald
3 dl hafrar
1¾ dl eplasafi, ferskur eða skýjaður, ekki tær
¾ tsk kanill
½ tsk sjávarsalt
1 cm bútur af engifer, má sleppa
1 msk chiafræ

steiktar perur:
2 stk perur, kjarnhreinsaðar og skornar í litla bita
2 tsk repjuolía
1 tsk kanill
1 tsk engiferkrydd

sælgætis-graskersfræ
1 dl graskersfræ
1 tsk hlynsíróp
kardemommuduft á hnífsoddi
kanill á hnífsoddi

Aðferð:

1. Byrjið á að gera sælgætis-graskersfræin. Ristið graskersfræin á pönnu í 15 mínútur, en ekki á háum hita. Hrærið í af og til. Setjið sýróp og krydd saman við og hrærið. Leggið á bökunarpappír og látið harðna.

2. Steikið perubitana upp úr olíu og kryddi, þar til gullnir.

3. Setjið hafra, eplasafa, kanil, salt og engiferbút ef vill, í pott og sjóðið í u.þ.b. 4 mínútur. Hrærið í á meðan. Fleygið engifernum ef þið hafið notað hann. Setjið chiafræ saman við grautinn.

4. Skiptið grautnum niður á fjórar skálar. Setjið góða slettu af grískri jógúrt ofan á, þá steikta perubita og loks sælgætis-graskersfræin. Dreypið pínu hunangi eða hlynsírópi yfir, ef vill.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir