- +

Tortillapizzur með kjúklinga- og grænmetis fajitas og grænni grískri jógúrtsósu

Innihald
2 stk kjúklingabringur, skornar í þunna strimla
1 stk rauð paprika, skorin í ræmur
1 stk gul paprika, skorin í ræmur
1 stk lítill rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
½ tsk oregano
½ tsk paprika
¼ tsk kummin
¼ tsk kóríander
⅛ tsk chili
½ tsk sjávarsalt
1 msk ólífuolía
4 msk 17% ostur, rifinn
1 stk límóna, skorin í báta

Græn grísk jógúrtsósa:
1 ds grísk jógúrt
1 stk grænt chili, saxað
1 stk hvítlauksrif, saxað
1 stk vorlaukur, saxaður
2 msk ferskt kóríander, saxað
2 msk fersk mynta, söxuð
1 msk ólífuolía

Tortillapizzubotnar:
5 dl hveilhveiti
1½ tsk sjávarsalt
2 msk ólífuolía
3 dl sjóðandi vatn

Aðferð:

1. Setjið fyrstu 11 hráefnin í skál og hrærið varlega saman. Látið bíða á meðan tortillapizzurnar og sósan eru útbúin.

2. Þegar sósan og tortillapizzurnar eru tilbúnar þá er kjúklingurinn og grænmetið steikt á pönnu þar til kjúklingurinn er gegnum eldaður.

3. Setjið græna gríska jógúrtsósu á tortillapizzurnar. Magn fer eftir smekk. Látið síðan kjúkling og grænmeti ofan á. Síðan meiri sósu og toppið með rifnum osti. Kreistið loks límónusafa yfir.

 

Græn grísk jógúrtsósa:

  Maukið öll hráefnin saman með töfrasprota eða notið matvinnsluvél. Geymið.


Tortillapizzubotnar:

1. Setjið heilhveiti, salt og olíu í skál. Hellið síðan sjóðandi vatni yfir og hrærið. Hnoðið örstutt.

2. Mótið eina rúllu úr deiginu og skiptið henni í átta jafna bita. Fletjið hvern bita út í köku sem er u.þ.b. 20 cm í þvermál. Bakið á þurri pönnu, báðum megin, þar til gullið. Geymið undir klút.

 

Höfundur: Erna Sverrisdóttir