- +

Teddulegt grænmetislasanja

Innihald:
2 stk gulir laukar, saxaðir
1 búnt spergilkál, smátt saxað nema stilkar
3 stk stilkar sellerí (3-6 stilkar)
1 box sveppir, sneiddir
2 stk eggaldin, skorin langsum
½ stk kúrbítur, smátt saxaður
2 stk sætar kartöflur, skornar í teninga
1 handfylli döðlur, saxaðar
40 g suðusúkkulaði
2 dósir niðursoðnir saxaðir tómatar
2 dl vatn
2 ten. grænmetiskraftur
salt, svartur pipar og chiliflögur eftir smekk
olía til steikingar
1 pakki lasanja blöð
1 poki Mozzarellaostur, rifinn
Parmesanostur, rifinn
salat að eigin vali

Aðferð:

Hitið ofninn í 180 °C.

Skerið allt grænmetið. Laukinn, sellerí og sveppi í sneiðar. Spergilkálið og kúrbítinn smátt.

Steikið grænmetið í olíunni og á meðan er eggaldinið skorið langsum, penslað með olíu og hitað í ofninum. Kartöflurnar eru skornar í teninga (því smærri, því fljótari eru þeir að steikjast) og sett í ofninn og látnir verða mjúkir. 

Þegar grænmetið á pönnunni er orðið mjúkt er tómötunum hellt saman við ásamt vatni. Kryddið eftir smekk og bætið við döðlunum. Súkkulaðið er sett saman við alveg í lokin. Látið smásjóða á meðan grænmetið í ofninum er að klárast.

Svo er bara að púsla þessu saman í form. Notið ekki allar kartöflurnar, geymið til að strá yfir í lokin. Sósa fyrst, lasanjablöðum og eggaldin raðað, sósa yfir, kartöflur og svo framvegis. Stráið ost yfir og bakið í ofni í 30-40 mínútur.

Látið standa og kólna aðeins áður en þið berið matinn fram. Bjóðið upp á gott salat með matnum og rifið helling af parmesanosti yfir.

 

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal