- +

Sterkur blómkálsréttur með banana raitu og grófu naanbrauði

Blómkálsréttur:
1 stk. laukur, gróft saxaður
2 stk. stór hvítlauksrif
½ dl ferskt engifer, skorið í sneiðar
4 stk. stórir tómatar, skornir í bita
¾ dl olía
1 stk. stórt blómkálshöfuð, skorið í smáa knúpa
1 tsk. túrmerik
½ tsk. cayennepipar
1 tsk. kanill
½ tsk. negull
1 tsk. kardimommuduft
4 stk. lárviðarlauf
1 tsk. hrásykur
1 tsk. sjávarsalt
½ dl rúsínur
½ dl kasjúhnetur, ristaðar

Banana raita
2 dl hrein jógúrt frá Gott í matinn
½ dl vatn
1 tsk. brún sinnepsfræ
1 stk. grænt chilí, fræhreinsað og fínsaxað
3 stk. bananar, skornir í 1 cm þykka bita
Sjávarsalt á hnífsoddi

Gróft naanbrauð (4 stk)
½ dl volgt vatn
1 tsk. þurrger
1 dl hrein jógúrt eða ab-mjólk
1 msk. hunang
½ tsk. sjávarsalt
Heilhveiti eins og þurfa þykir

Aðferð:

Blómkálsréttur aðferð:

1. Setjið lauk, hvítlauk, engifer og tómata í blandara eða notið töfrasprota og maukið.

2. Steikið blómkálsknúpana upp úr olíunni við meðalhita í 10 mínútur. Takið upp úr pönnunni.

3. Setjið maukið á pönnuna ásamt túrmeriki og cayennepipar. Steikið í 3 mínútur. Bætið síðan hinum kryddunum saman við.

4. Látið blómkálið á pönnuna ásamt rúsínum og hnetum. Hrærið varlega þar til heitt í gegn. Berið fram með grófu naanbrauði og banana-raitu

Banana-raita aðferð:

1. Setjið sinnepsfræin á pönnu og ristið þar til þau fara að poppa.

 2. Hrærið jógúrti og vatni saman. Blandið síðan hinum hráefnum saman við.
 

Gróft naanbrauð aðferð:

1. Leysið gerið upp í vatninu. Hrærið og bætið jógúrti saman við ásamt hunangi og salti. Hrærið.

2. Setjið heilhveiti saman við smátt og smátt, hrærið á milli. Gerið þetta þar til deigið er meðfærilegt og hætt að loða við hendur.

3. Hnoðið og myndið kúlu. Látið hefast á hlýjum stað í 10-15 mínútur.

4. Hnoðið aftur og skiptið deiginu í 4 bita. Bætið heilhveiti saman við ef þurfa þykir. Fletjið deigið úr með lófunum og mótið frjálslegan þríhyrning.

5. Þurrsteikið á heitri pönnu, báðum megin.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir