- +

Spínatbollur með kotasælu og salati

Spínatbollur:
200 g spínat, saxað
2½ dl kotasæla
50 g rifinn ostur frá Gott í matinn
⅓ dl heilhveiti, meira ef þarf
2 stk egg
⅓ dl graslaukur, fínsaxaður
1 stk hvítlauksrif, marið
⅛ tsk rauðar piparflögur
Örlítið sjávarsalt
Repjuolía til steikingar

Kirsuberjatómatasalat:
1 stk. hvítlauksrif, marið
2 msk. ólífuolía
1 msk. rauðvínsedik
Sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk
300 g kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
2½ dl ferskt basilíkum, saxað

Aðferð:

1. Hrærið saman í skál fyrstu þremur hráefnunum sem eiga að fara í salatið. Smakkið til með salti og pipar. Setjið tómatana og basilíkuna saman við. Geymið.

2. Blandið saman öllum bolluhráefnunum. Ef blandan er of blaut bætið þá meira heilhveiti út í. Mótið bollur sem eru um 1 kúfuð matskeið að stærð. Sáldrið heilhveiti á borðplötu og rúllið bollunum upp úr. Leggið á heilhveitistráð fat.

3. Takið fram víðan pott og sjóðið vatn. Setjið bollurnar í hollum í pottinn og sjóðið þar til þær fljóta upp úr, um 3 mínútur. Leggið til hliðar.

4. Hitið olíuna á pönnu og steikið bollurnar þar til gullnar. Blandið þeim síðan varlega saman við kirsuberjatómatasalatið.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir