- +

Smá-pizzur með salami, mozzarella, þurrkuðum fíkjum og grænu pestói

Botnar innihald;
2½ dl ylvolgt vatn
2½ tsk þurrger
½ tsk sykur
4 msk ólívuolía
6 dl hveiti (u.þ.b. 6 dl)
1 tsk sjávarsalt

Álegg:
100 g ítölsk salami
8 stk þurrkaðar fíkjur, skornar í þunnar sneiðar
2 stk mozzarellakúlur, rifnar niður
3 msk grænt pestó
2 msk furuhnetur
smá sítrónubörkur, fínrifinn

Aðferð:

Botnar aðferð:

1. Leysið gerið upp í vatninu. Hrærið og setjið sykur og ólívuolíu saman við.

2.Setjið salt og hveitið smátt og smátt saman við eða þar til deigið er mjúkt og ekki lengur klístrað. Hnoðið í 5 mínútur og leggið í skál og hyljið með rökum klút. Látið hefast í klukkutíma á hlýjum stað.

3. Hnoðið deigið aðeins niður og skiptið því í átta parta. Fletjið hvern hluta út í hring sem er u.þ.b. 18 cm í þvermál og leggið á bökunarplötur klæddar bökunarpappír. 

 

 

1. Stillið ofninn á 225°.

2. Dreifið salami, fíkjum og mozzarellaosti yfir pizzubotnanna og bakið í u.þ.b. 15 mínútur.

3. Takið úr ofninum og dreifið pestói, sítrónuberki og furuhnetum yfir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir