- +

Skyrterta

Botn
80 g repjuolía eða kókosolía
½ dl hrásykur
2 dl haframjöl
2 dl heilhveiti
1 msk vatn

Fylling
250 g vanilluskyr
150 g rjómaostur (1 lítið box)
1 msk hunang eða stevia (sætuefni) eftir smekk
500 g jarðarber, eða önnur ber
3 msk kókosflögur (má sleppa)
1 msk fersk mynta, fínsöxuð (má sleppa)

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 200°C.

2. Hrærið öllu saman í skál sem á að fara í botninn. Þrýstið deiginu niður/fletjið

með höndunum annað hvort í eldföstu móti sem er 24 cm í þvermál eða notið

lausbotna hringform af sömu stærð. Látið deigið ná upp á kanta formsins. Bakið í

ofninum í 12 - 15 mínútur. Kælið.

3. Hrærið fyrstu þremur fyllingarhráefnunum saman og setjið jafnt á bökubotninn.

4. Raðið berjum eða ávöxtum yfir og skreytið með kókosflögum og myntu ef vill.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir