- +

Skyr-trifle

Botn
2 dl hafrar
2 msk repjuolía
1 msk hrásykur
1½ tsk kanill
sjávarsalt á hnífsoddi

Fylling
2 stk meðalstórir bananar
1½ dl frosin hindber
2 dl vanilluskyr
½ dl vanillujógúrt
1 msk hlynsíróp

Skraut
70% súkkulaði, rifið

Aðferð:

1. Hitið hafra og olíu saman á pönnu. Setjið hrásykur, kanil og salt saman við. Hrærið í smá stund.

2. Þrýstið hafrakurlinu niður á botn á fati, eða á botn á glösum eða litlum skálum

3. Setjið allt sem á að fara í fyllinguna í blandara eða matvinnsluvél og maukið. Hellið yfir hafrakurlið og sáldrið rifnu súkkulaði yfir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir