- +

Pastasalat með fetaosti, ofnbökuðum tómötum og kóríandersósu

Salat innihald
300 g heilhveitipastaskrúfur
300 g ofnbakaðir kirsuberjatómatar
125 g fetakubbur, mulinn
75 g klettasalat
5 dl ristaðar kasjúhnetur

Kóríandersósa
3 stk hvítlauksrif
4 cm bútur af engifer, skorið í bita
1 stk rautt chillí, fræhreinsað og skorið í bita
1 tsk Dijonsinnep
40 g ferskt kóríander
safi af 1 1/2 sítrónu
1 dl ólívuolía
sjávarsalt
svartur pipar

Ofnbakaðir kirsuberjatómatar
300 g kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
5 tsk þurrkað oreganó
smá sjávarsalt
smá svartur pipar
¼ tsk hrásykur
1 msk ólífuolía

Aðferð:

Ofnbakaðir kirsuberjatómatar aðferð:

1. Stillið ofninn á 220°C.

2. Setjið tómatana á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Sáldrið kryddi og sykri yfir. Hellið olíunni jafnt yfir. Bakið í 20-25 mínútur.

Kóríandersósa aðferð:

1. Maukið fyrstu sex hráefnin saman í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Hellið olívuolíunni saman við á meðan vélin er í gangi. Smakkið til með salti og pipar.

2. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Kælið undir köldu vatni og látið síðan renna vel af því.

3. Setjið pastað í skál og blandið kóríandersósunni saman við.

4. Blandið fetaostinum, tómötunum, salatinu og kasjúhnetunum varlega saman við.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir