- +

Orkubitar úr grískri jógúrt

Innihald
2½ dl heilhveiti
½ dl sesamfræ
2 tsk hrásykur
1 tsk vanilla
1 dl grísk jógúrt
½ dl hlynsíróp
3 msk repjuolía
1 dl berjasulta án viðbætts sykurs, t.d. hindberja-, jarðaberja- eða bláberjasultaAðferð:

1. Blandið þurrefnum saman.

2.  Hrærið vanillu, grískri jógúrti, hlynsírópi og repjuolíu saman og bætið við þurrefnin. Hrærið. Setjið meira heilhveiti saman við ef þurfa þykir.

3. Mótið 16 cm langa rúllu úr deiginu. Pakkið henni í plastfilmu og setjið í frysti í 15 mínútur.

4. Stillið ofninn á 180°.

5. Skerið rúlluna í 16 bita. Þrýstið létt niður til að úr verði hringlaga biti. Leggið á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Búið til holu í miðju hvers bita án þess að gera gat. Setjið 1 tsk af berjasultu í hverja holu. Bakið í 15-20 mínútur eða þar til gullið.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir