- +

Ofnbökuð hindber með sýrðum rjóma og appelsínukurli

Innihald
400 g frosin hindber
2 dl sýrður rjómi 10%
1 msk hrásykur

Appelsínukurl
finrífinn börkur af 1 appelsínu
½ dl fersk mynta, söxuð
2 msk hrásykur

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 250°.

2. Takið fram fjögur eldföst form eða eitt stórt. Dreifið hindberjunum jafnt niður á formin.

3. Smyrjið sýrða rjómanum ofan á og sáldrið hrásykrinum yfir. Bakið í 10 mínútur.

4. Takið formin úr ofninum og sáldrið appelsínukurli yfir. Berið strax fram með sýrðum rjóma eða grískri jógúrt.

Appelsínukurl:

1. Blandið öllu saman og sáldrið yfir ofnbökuð hindberin.

 

Höfundur: Erna Sverrisdóttir