- +

Ofnbakað grænmeti og súrdeigsbrauð í kryddjurtaostakurli og með ferskum mozzarella


kryddjurtaostakurl
3 msk ólívuolía
handfylli af ítalskri steinselju
handfylli af ferskri basilíku
1½ dl möndlumjöl
sjávarsalt
6 msk rifinn mozzarellaostur í poka

ofnbakað grænmeti
1 stk eggaldin, skorið í 1 cm þykkar sneiðar
1 stk kúrbítur, skorinn í 1 cm þykkar sneiðar
2 stk rauðar paprikur, skornar í sex hluta
½ stk súrdeigsbrauð, tætt niður í góða munnbita
2 msk ólívuolía
sjávarsalt
1½ dl tómatapassata
1 stk mozzarellaostakúla, tætt niður
2 msk rifinn parmesanostur

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 200°.

2. Setjið 3 msk af ólívuolíu, steinselju, basilíku, möndlumjöl, ost og pínu salt í matvinnsluvél eða blandara og maukið.

3. Dreifið grænmetinu í ofnskúffu eða á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Dreypið 2 msk af ólívuolíu yfir, smá salti og kryddjurtaostakurlinu. Bakið í 30 mínútur. Takið úr ofninum og sáldrið mozzarella- og parmesanosti yfir. Berið strax fram.

 

 

Höfundur: Erna Sverrisdóttir