- +

Músli með grískri jógúrt og berjum

Innihald:
5 dl hafrar
5 dl graskersfræ
5 dl sólkjarnafræ
15 dl möndlur, kasjúhnetur eða heslihnetur
1 tsk sjávarsalt
1 tsk kanill
1¼ dl hlynsíróp
2 msk repjuolía
4 msk hreinn eplasafi
Þurrkuð trönuber, söxuð eða aðrir þurrkaðir ávextir, t.d. rúsínur, aprikósur eða fíkjur, eftir smekk
Kakónibbur, eftir smekk, (má sleppa)
Grísk jógúrt frá Gott í matinn
Ávextir / ber
Hunang eða hlynsíróp ef vill

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 180°C.

2. Blandið fyrstu níu hráefnunum saman og hrærið. Dreifið hrærunni á bökunarplötu klædda bökunarpappír, eins þunnt og hægt er. Bakið í 15-20 mínútur.

3. Látið kólna og brjótið síðan niður í grófa bita. Blandið trönuberjum og kakónibbum saman við. Geymið í loftþéttu íláti.

4. Setjið músli í skál og látið væna slettu af grískri jógúrt, ab-mjólk eða vanilluskyri yfir ásamt ávöxtum og berjum. Toppið með örlitlu hunangi eða hlynsírópi ef vill.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir