- +

Kókoshjúpaðar laxabollur með ofnbakaðri sætkartöflumús og grænkarrísósu

Laxabollur innihald
500 g laxaflak, bein- og roðlaust, skorið í grófa bita
1 stk egg
safi og fínrifinn börkur af 1 límónu
3 msk gróf brauðmylsna (hægt að rista gróft brauð og raspa niður)
2 msk ferskur kóríander, saxaður eða 1 tsk malað kóríander
sjávarsalt og svartur pipar
2 dl gróft kókosmjöl
2 stk límónur, skornar í báta

Ofnbökuð sætkartöflumús
1 stk sætkartafla, skorin í bita
3 msk sýrður rjómi 10%
3 msk léttur smurostur með papriku
cayaennepipar á hnífsoddi
sjávarsalt og svartur pipar
2 msk fersk kóríander, finsaxað, (má sleppa)
örlítil ólífuolía
4 msk Góðostur 17%, rifinn

Grænkarrýsósa
2 dl hrein jógúrt
½ tsk 0,5-1 tsk grænt karrímauk
½ tsk cumin
1 tsk hunang
2 cm bútur af engifer, fínrifið
sjávarsalt ef þurfa þykir

Aðferð:

Laxabollur aðferð:

1. Stillið ofninn á 180°.

2. Setjið fyrstu fimm hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Smakkið til með pipar og salti.

3. Mótið litlar bollur úr farsinu og veltið þeim upp úr kókosmjöli. Leggið bollurnar á bökunarplötu klædda bökunarpappír og bakið í u.þ.b 8 mínútur.

4. Berið fram með ofnbakaðri sætkartöflumús, grænkarrísósu og límónubátum til að kreista yfir bollurnar

 

Ofnbökuð sætkartöflumús:

1. Setjið kartöflubitana í pott með vatni og sjóðið í 10-15 mínútur eða þar til bitarnir eru orðnir mjúkir.

2. Hellið vatninu af og setjið kartöflubitana í skál. Setjið sýrða rjómann, paprikuostinn og kóríanderið saman við, Stappið og smakkið til með salti og pipar.

3. Olíuberið fjögur lítlið eldföst form eða eitt stórt. Skiptið sætkartöflumúsinni jafnt niður á formin. Sáldrið síðan rifnum osti yfir og bakið þar til osturinn brúnast.

 

Grænkarrísósa:

1. Hrærið öllum hráefnunum saman. Smakkið til með sjávarsalti og bætið við grænu karríi ef vill.

 

 

Höfundur: Erna Sverrisdóttir