- +

Kjúklingaspaghetti með mozzarella, beikoni og chillí

Innihald
2 stk kjúklingabringur
1 tsk papríka
¼ tsk rauðar piparflögur
3 msk ólívuolía
500 g spaghetti
8 stk beikonsneiðar, skornar í bita
2 stk hvítlauksrif, fínsöxuð
fínrifinn börkur og safi af 1 sítrónu
70 g klettasalat
1 stk mozzarellakúla, rifin eða skorin í bita
svartur pipar


Aðferð:

1. Stillið ofninn á 220°.

2. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót. Veltið þeim upp úr 1 msk af ólívuolíu, papriku og chillíflögum. Bakið í 20 mínútur eða þar til kjötið er gegnum steikt. Hvílið og skerið síðan í þunnar sneiðar. Geymið soðið.

3. Sjóðið spaghettí eftir leiðbeiningum á pakka. Á meðan hitið á pönnu 2 msk af ólívuolíu. Steikið beikon og hvítlauk, þar til stökkt. Setjið spaghettí saman við ásamt sítrónusafa, sítrónuberki, soði af kjúklingabringum, klettasalati og mozzarellaosti. Blandið varlega og piprið.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir