- +

Kjúklingasalat með jógúrt hnetusósu

Innihald
3 stk. kjúklingabringur, skornar í ræmur eða bita
1 dl hrein jógúrt frá Gott í matinn
2 msk. tandoorimauk eða 1 msk tandoorikrydd
½ tsk. sjávarsalt
100 g blandað salat
250 g kokteiltómatar
1 stk. gulrót, fínrifin
1 stk. mangó, skorið í bita eða ræmur
100 g fersk ber, hindber, brómber eða jarðarber, (má sleppa)
50 g baunaspírur
1 msk. ristuð sesamfræ

Jógúrt hnetusósa
1 dl hrein jógúrt frá Gott í matinn
¾ dl hnetusmjör án sykurs
2 tsk. hunang
2 tsk. tamarisósa/sojasósa
1 msk. vatn

Aðferð:

Kjúklingasalat aðferð:

1. Hrærið saman jógúrt og tandoorimauk/tandoorikrydd og saltið. Leggið kjúklingabitana í sósuna og geymið í a.m.k. 1-2 tíma eða lengur.

2. Stillið ofninn á 160°. Þurrkið mestu sósuna af kjúklingbitunum og leggið þá á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Steikið í ofni í 10-12 mínútur. Þegar helmingur er liðinn af eldunartímanum er gott að snúa bitunum við. Kjúklingabitana má einnig steikja á pönnu.

3. Blandið salati, grænmeti, ávöxtum og berjum varlega saman í skál. Skiptið því svo niður á fjóra diska eða setjið á eitt stórt fat. Raðið kjúklingabitunum ofan á. Dreifið jógúrthnetusósunni yfir og sáldrið loks sesamfræunum ofan á.

 

Hnetusósa aðferð:

1. Takið fram lítinn pott. Setjið allt hráefnið sem á að fara í sósunni í pottinn og hrærið. Kveikið undir og rétt vermið sósuna. Hún má alls ekki sjóða.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir