- +

Jógúrt- eplabrauð með tvennskonar kotasælumauki

Innihald
2 dl hafrar
1 dl hörfræ
8 dl heilhveiti
2 tsk kanill
1½ tsk matarsódi
½ tsk sjávarsalt
2 stk epli rifin
4 dl hreint jógúrt eða ab-mjólk
1 dl hindberjasulta án viðbætts sykurs
1 dl hlynsíróp

Skraut
graskersfræ
sólblómafræ

Kotasælumauk með fersku oregano og sólþurrkuðum tómötum
1 ds dós kotasæla (lítil dós)
1 msk saxað ferskt oregano eða fersk basilíka
6 stk sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
sjávarsalt og svartur pipar
ólívuolía

Kotasælumauk með bönunum og hlynsírópi:
200 g kotasæla (lítil dós)
1 stk lítill banani, saxaður
sjávarsalt á hnífsoddi

Aðferð:

Brauð aðferð:

1. Stillið ofninn á 175°.

2. Blandið þurrefnum saman. Hrærið öðum hráefnum saman og setjið út í. Hrærið.

3. Setjið í eitt stórt jólakökuform eða tvö minni, klædd bökunarpappír. Stráið graskers- og sólblómafræjum yfir. Bakið neðarlega í a.m.k. klukkutíma. Látið brauðið síðan kólna aðeins í forminu áður en það er tekið upp úr. Berið t.d. fram með kotasæluáleggi.

 

Kotasælumauk með fersku oregano og sólþurrkuðum tómötum:

1. Setjið allt í blandara eða matvinnsluvél og maukið. Smakkið til með pipar og salti. Setjið í skál og dreypið smá ólívuolíu yfir.

 

Kotasælumauk með bönunum og hlynsírópi:

1. Hrærið öllum hráefnum saman. Setjið í skál, sáldrið nokkrum bananasneiðum yfir og dreypið smá hlynsírópi ofan á, ef vill.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir