- +

Gulrótar eða sæt kartöflusúpa með sýrðri eplasósu

Súpa
1 msk repjuolía
1 tsk sinnepsfræ
½ stk laukur, skorinn gróft
1 stk hvítlauksrif, saxað
500 g gulrætur eða sætar kartöflur, skornar í þunnar sneiðar
5 cm engifer, saxaður
1 stk litið grænt chili, saxað
2 tsk karrí eða garam masala
3 msk tómatmauk
1¼ lítri vatn og grænmetiskraftur eða kjúklingakraftur sem samsvarar þessu magni af vatni
2 msk ferskt kóríander, saxað
3 msk og e.t.v. meira, appelsínusafi
sjávarsalt ef þurfa þykir

Sýrð eplasósa
1 ds sýrður rjómi 10%
2 msk ferskt kóríander, saxað
1 cm engifer, fínsaxað
½ tsk appelsínubörkur, fínrifinn
½ stk grænt epli, skorið í smáa teninga

Aðferð:

Súpa:

1. Hitið olíuna í potti og steikið sinnepsfræin þar til þau fara að poppa. Setjið laukinn saman við og steikið þar til hann verður glær.

2. Bætið karríinu / garam masala saman við ásamt grænmetinu. Steikið stutta stund og hrærið í.

4. Setjið tómatmaukið saman við og síðan vatn og kraft. Látið malla í 15-20 mínútur. Maukið þá súpuna með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél.

5. Látið súpuna aftur í pottinn. Bætið fersku kóríander og appelsínusafa saman við. Smakkið til með sjávarsalti og appelsínusafa eins og þurfa þykir. Berið fram með sýrðri eplasósu.

 

Sýrð eplasósa:

1. Hrærið öllum hráefnum saman og berið fram með gulrótarsúpunni.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir